Kiwanismenn komu færandi hendi

Benedikt Kristjánsson og Sigurgeir Aðalgeirsson með matarpakkana
Benedikt Kristjánsson og Sigurgeir Aðalgeirsson með matarpakkana

Velferðasjóður Þingeyinga hefur lengi stutt við nauðstadda á svæðinu. Umsóknir um styrki til sjóðsins hafa aukist undanfarna sex mánuði en óvenju margir eiga um sárt að binda vegna Covid 19 faraldursins og þeirra efnahagsþrenginga sem hann hefur í för með sér. „Það er dálítil aukning í jólaaðstoð en við getum líka sagt að úthlutanir hafi verið að aukast hægt og rólega síðasta hálfa árið,“ segir sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, sóknarprestur á Húsavík í samtali við Vikublaðið en hún er á meðal þeirra sem tekur við umsóknum og aðstoðar við jólaúthlutun úr sjóðnum.

„Fólk getur sótt þrisvar á ári um fjárstyrk. Auk þess erum við með jólaúthlutun en Velferðarsjóður hefur gefið gjafakort úr Netto-búð og Kiwanis klúbburinn á Húsavík gefur matarpakka í samvinnu við Norðlenska, þá gefur Fiskeldið að Haukamýri bleikju í ár,“ segir Sólveig Halla.

Nýjast