Keyptu allan tækjabúnað úr þrotabúi N4

Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir ætla sér stóra hluti í þáttagerð fyrir vefs…
Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir ætla sér stóra hluti í þáttagerð fyrir vefsjónvarp. Mynd/aðsend.

Hjónin Jóhanna Ásdís Baldursdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigendur á Húsavík keyptu í vikunni allan tækjabúnað úr þrotabúi fjölmiðlafyrirtækisins N4 ehf. en félagið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í byrjun febrúar sl. eins og greint hefur verið frá.

Að sögn Örlygs hafa þau hjónin bæði mikinn áhuga á kvikmynda og sjónvarpsgerð og hafa um nokkurra ára skeið framleitt þætti og kynningarefni undir merkjum Film Húsavík. Kaupin á tækjabúnaði sjónvarpsstöðvarinnar sálugu sé liður í að útvíkka starfsemi Film Húsavík í samstarfi við aðra. 

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikublaðsins sem kemur út á föstudag.

Nýjast