„Kemur mér alltaf jafn mikið á óvart“
Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA var valinn íþróttakarl Akureyrar árið 2020 á dögunum en kjörinu var lýst á verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og frístundaráðs Akureyrarbæjar í Menningarhúsinu Hofi. Viktor á langan afreksferil að baki og er þetta í fimmta skipti sem hann er kjörinn íþróttakarl Akureyrar. „Þetta er alltaf jafn gaman og mikill heiður. Það kemur mér alltaf á óvart þegar ég er valinn,“ segir Viktor. Spurður um hver sé lykillinn að þessum góða árangri segir Viktor ekki hafa greið svör. „Ég veit það eiginlega ekki satt að segja. Ég hef aldrei búist við því að hljóta þessa nafnsbót nema í eitt skipti kannski. Ég einbeiti mér bara að mínu sporti og því sem ég er að gera, tek eitt mót í einu og fylgist mjög lítið með því hvað aðrir eru að gera.“