KA/Þór í undanúrslit bikarins
KA/Þór er komið í undanúrslit í bikarkeppni kvenna í handbolta í annað sinn eftir öruggan sigur gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis í gær á heimavelli þar sem lokatölur urðu 35-24. KA/Þór er því á leiðinni í Laugardalshöllina ásamt liði Hauka, Fram og annaðhvort Stjörnunni eða ÍBV.
Í umfjöllun á vef KA segir að norðanstúlkur hafi byrjað leikinn af miklum krafti og leiddi m.a. 7-2 eftir átta mínútur. Allt gekk upp hjá KA/Þór á meðan Fjölnisstúlkur misstu boltann hvað eftir annað án þess að koma skoti á markið. KA/Þór náði mest átta marka forystu í fyrri hálfleik þegar staðan var 13-5 en Fjölnir klóraði í bakkann undir lok hálfleiksins. Staðan í hálfleik 20-15.
KA/Þór hóf seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri og þannig kom fyrsta mark Fjölnis ekki fyrr en eftir rúmar ellefu mínútna leik. Á sama tíma höfðu heimastúlkur skoraði mörk og munurinn því orðinn tíu mörk. KA/Þór slakaði ekkert á og munurinn varð mestur tólf mörk undir lok leiksins, 33-21 en í lokin skildu ellefu mörk, 35-24 og KA/Þór komið örugglega í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar sem fram fara í Laugardalshöllinni, þann 8.-10. mars.
Martha Hermannsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði 15 mörk í leiknum fyrir KA/Þór, þarf níu úr vítum, Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði fimm mörk, Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði fjögur mörk, Aldís Ásta Heimisdóttir þrjú mörk og aðrar minna. Hjá Fjölni var Berglind Benediktsdóttir markahæst með átta mörk og Hanna Hrund Sigurðardóttir skoraði fimm mörk.