Júlíus Orri besti ungi leikmaðurinn

Júlíus Orri Ágústsson átti gott tímabil með Þór sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur.
Júlíus Orri Ágústsson átti gott tímabil með Þór sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur.

Þórsarar voru áberandi á verðlaunafhendingu KKÍ þegar 1. deild karla og kvenna í körfubolta var gerð upp. Júlíus Orri Ágústsson hjá Þór var valinn besti ungi leikmaðurinn í 1. deild karla og liðsfélagi hans Larry Thomas besti erlendi leikmaðurinn. Þá var Lárus Jónsson þjálfari Þórs valinn besti þjálfarinn.

Þórsarar áttu tvo fulltrúa í úrvalsliði kvenna, þær Rut Herner Konráðsdóttir og Sylvíu Rún Hálfdanardóttir. Þá áttu Þórsarar tvo fulltrúa í úrvalsliði 1. deildar karla, þá Júlíus Orra og Pálma Geir Jónsson. 

Nýjast