Jón Jónsson fræðir ungt fólk um fjármál
Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Jón Jónsson heldur þessa dagana fræðslufyrirlestra fyrir fólk á framhaldsskólaaldri á vegum Arion banka. Jón fjallar meðal annars um hvað það þýðir að vera fjárráða, mikilvægi þess að setja sér markmið þegar kemur að peningum, fórnarkostnað og margt fleira. Jón verður á Akureyri á morgun.
Fyrirlesturinn er unnin í samstarfi við Stofnun um fjármálalæsi en Arion banki er helsti styrktaraðili hennar. Jón verður á Akureyri þriðjudaginn 25. september og mun halda fyrirlestur í Hofi. Jón stígur á svið kl. 19:30. Líkt og áður mun Jón taka lagið í lok fundar og í boði verða pizzur og gos frá klukkan 19:00. Skráning á viðburðinn er á vef Arion banka, www.arionbanki.is.
Bankinn stóð fyrir fundarröð með Jóni í vor þar sem hann fræddi fermingarbörn um fjármál. Um 700 krakkar á fermingaaldri og foreldrar þeirra mættu á fyrirlestrana sem haldnir voru í Reykjavík, Borgarnesi, á Akureyri og Selfossi og mun Jón heimsækja þessa sömu staði aftur nú í haust auk Egilsstaða.
Meðal þess sem Jón mun fjalla um:
· Hvað þýðir að verða fjárráða?
· Hvernig virka peningar?
· Hvað eru vextir?
· Mikilvægi þess að setja sér markmið
· Fórnarkostnaður - þ.e. að velja og hafna
· Hvað kostar að reka bíl?