Jólasveinar í Dimmuborgum í sumar

Jólasveinar á ferð í Dimmuborgum.
Jólasveinar á ferð í Dimmuborgum.

Á laugardögum í sumar ætla Jólasveinarnir í Dimmuborgum að taka á móti gestum á Hallarflöt vel valda daga en sannkallað jólasumar eru framundan í Dimmuborgum, segir í tilkynningu frá Visit Mývatn. Bræðurnir ætla að vera með sögustund fyrir börn á öllum aldri og segja frá sér og lífi þeirra í Dimmuborgum.

Jólasveinarnir fengu einnig styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða á síðasta ári og nú príða Dimmuborgir nýjum skiltum með upplýsingum um bræðurna - bæði við innganginn í Dimmuborgir, niður á Hallarflöt, við Kaffi Borgir og síðan við jólasveinahellinn sjálfan. 

Sýningarplanið eru á eftirfarandi dögum: 

3. júlí kl 13:00

10. júlí kl 13:00 & 14:00

17. júlí kl 13:00 & 14:00

24. júlí kl 13:00 & 14:00

31. júlí kl 13:00 & 14:00

7. ágúst kl 13:00 & 14:00

 

Miðasala fer fram á tix.is og í Kaffi Borgum. Fólk er svo hvatt til að taka með sér púða eða teppi til að sitja á.

 

Nýjast