Járnsmiður sem gerðist leikari

Þráinn Karlsson hefur leikið í á annað hundrað hlutverk. Mynd/Þröstur Ernir.
Þráinn Karlsson hefur leikið í á annað hundrað hlutverk. Mynd/Þröstur Ernir.

Þráinn Karlsson er einn virtasti og dáðasti leikari Akureyrar. Hann hefur starfað hjá LA í um sex áratugi með hléum. Hann steig fyrst á svið hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1956 og nú rúmri hálfri öld síðar er hann enn að leika. Þráinn, sem er orðinn 74 ára, hefur brugðið sér í allra kvikinda líki, hvort sem er á sviði, í sjónvarpi, útvarpi eða kvikmyndum.

„Það er merkilegt frá að segja að ég er ekki lærður leikari heldur járnsmiður og starfaði lengi vel hjá Slippnum á Akureyri. Leikaradraumurinn blundaði hins vegar alltaf í mér,“ segir Þráinn.

throstur@vikudagur.is

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Þráinn sem má finna í nýjustu prentútgáfu Vikudags.

Nýjast