6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Íslensku menntaverðlaunin Hársnyrtideild VMA tilnefnd
Verkmenntaskólans á Akureyri hefur verið tilnefnd til Íslensku Hársnyrtideild menntaverðlaunanna fyrir árið 2022 í flokknum Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun fyrir áhugaverða nálgun og frumkvöðlastarf í vinnustaðanámi.
Verðlaun verða veitt í fyrsta sinn í þessum nýja flokki, en hann varð til að frumkvæði Samtaka iðnaðarins sem nú hafa gengið til liðs við þá sem að verðlaununum standa. Íslensku menntaverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu á RÚV 2. nóvember nk.
„Það er sannarlega mikill heiður fyrir okkur að fá þessa tilnefningu, það er með þetta eins og annað að við erum að uppskera eins og við höfum sáð,“ segja Harpa Birgisdóttir og Hildur Salína Ævarsdóttir í hársnyrtideild VMA á vefsíðu skólans. Þar kemur fram að tilnefningin hafi komið skemmtilega á óvart, þær séu glaðar og stoltar af tilnefningunni, en markviss vinna við að byggja brú milli skóla og atvinnulífs með hagsmuni nemenda að leiðarljósi hafi vakið athygli.