6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Ingvar opnar málverkasýningu í Hlyn
Ingvar Þorvaldsson listmálari opnar málverkasýningu í dag, fimmtudag kl. 14. í Hlyn, félagsheimili eldri borgara á Húsavík. Sýningin verður opin frá 14-18 alla daga fram yfir Mærudaga og lýkur þriðjudaginn 26. júlí.
Blaðamaður Vikublaðsins leit við í Hlyn á þriðjudag en þar var þessi roskni meistari að undirbúa sýninguna. Alls verða um 50 verk til sýnis, bæði vatnslitamyndir og olía á striga. Ingvar segist aðspurður ekki vera í nokkrum vandræðum með að koma verkunum öllum fyrir í þessari glæsilegu aðstöðu eldri borgar. „Já, þetta verður bara að vera svona þétt, ég hef líka séð að menn eru farnir að vera með þetta svona,“ segir Ingvar sem er aldeilis ekki að sýna í fyrsta sinn í gamla heimabænum sínum. Enda varla hægt að hugsa sér Mærudaga öðruvísi en að Ingvar sé með sýningu í Hlyn. Allt sem er undir gleri er vatnslitur, á svona kartoni. Olíuverkin eru hins vegar beint á striga,“ segir Ingvar.