Hvoll í vetrardvala

Byggðasafnið Hvoll fer í sinn árlega vetrardvala en er opið gestum á laugardögum kl. 14:00 – 17:00 á laugardögum til 1. júní. Hægt er þó að fá safnið opnað eftir samkomulagi við forstöðumann.  Nú er verið að skrá gripi safnsins í Sarp sem er sameiginlegur gagnagrunnur safna á landsvísu. www.sarpur.is. Sláið inn byggðasafn Dalvíkurbyggðar Hvoll og þeim grip sem þið hafið áhuga á að vita meira um. 

Byggðasafnið hefur staðið fyrir húsaskráningu og hefur hvert hús byggt fyrir 1950 verið skráð og hægt verður að nálgast upplýsingar um þau hús á heimasíðum byggðasafnsins og Dalvíkurbyggðar. Að vísu er verið að uppfæra heimasíður sveitarfélagsins en þegar þeirri vinnu lýkur þá skuluð þið endilega skoða húsaskráninguna og varðveislumat húsa.

Í vetur verður hægt að skoða litla sýningu byggðasafnsins á annarri hæð ráðhússins. Björk Hólm sem vinnur við skráningu gripa í Sarp setti upp litla sýningu um gripi sem tengjast hestinum. Ráðhúsið er opið á virkum dögum.

Eins og áður, verða litlu sýningarkassarnir í Bergi á vegum safnsins og nú eru sýndir gripir þar sem Steinunn Sigurðardóttir gaf safninu.

Ef að fást styrkir í verkefni verða m.a textar sýninga þýddir á ensku þar sem að heimsóknir erlendra gesta hafa aukist verulega og er kallað eftir enskum textum.  

Nýjast