Hverfisnefnd vill gera betur í bílastæðamálum

Naustaskóli
Naustaskóli

Hverfisnefnd Naustahverfis á Akureyri skorar á bæjarfyrvöld að „gera betur í bílastæðamálum við Naustaskóla og Naustatjörn. Bæjarráð tók erindið fyrir í morgun og vísaði því til framkvæmdadeildar. Í bókun hverfisnefndarinnar er bent á þann möguleika að gera „snúningshaus“ á mörkum Klettatúns og Hólmatúns, auk bílastæða. „Bendir hverfisnefnd á að fjölgun barna í leikskólanum með tveimur deildum staðsettum í Naustaskóla fylgi án nokkurs vafa meiri umferð við skólana á álagstímum, enda sé flestum leikskólabörnum ekið í leikskólann þó leiða megi að því líkum að grunnskólabörnin komi frekar gangandi eða hjólandi,“ segir í bókun nefndarinnar.

Nýjast