Hringferð um Gjögraskaga - leiðarlýsing

Hringferð um Gjögraskaga er kærkomin bók fyrir áhugafólk um gönguferðir.
Hringferð um Gjögraskaga er kærkomin bók fyrir áhugafólk um gönguferðir.

Bókaútgáfan Hólar var að gefa út bókina HRINGFERÐ UM GJÖGRASKAGA, eftir Björn Ingólfsson á Grenivík. Hér er á ferðinni traustur og skemmtilegur leiðarvísir gönguleiðarinnar um Fjörður og Látraströnd á Gjögraskaga. Til viðbótar við ljóslifandi, beinharða leiðarlýsingu þá er bókin hafsjór af fróðleik bæði frá fyrri tíð og eins hvað varðar staðhætti og örnefni. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda auk landakorta og gsp-hnita á þýðingarmiklum stöðum. Til að öllum henti þá er gönguleiðinni lýst bæði réttsælis og rangsælis.

Á sunnudaginn, 18. júní, verður haldið útgáfuteiti með kaffi og konfekti vegna útkomu HINGFERÐARINNAR UM GJÖGRASKAGA og fer það fram á Kontornum á Grenivík kl. 17. Þar verður bókin seld á kynningarverði, kr. 5.000-. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir!

 Þetta segir í tilkynningu  frá  útgefanda 

Nýjast