Hrasa í hálkunni

Mikil hálka er á Akureyri.
Mikil hálka er á Akureyri.

Talsvert hefur borið á því að bréfberar á Akureyri hafi hrasað í hálkunni síðustu vikur. „Margir hafa fengið marbletti og skrámur en sem betur fer hefur engin slasast alvarlega,“ segir Jón Ingi Cæsarson dreifingastjóri hjá Póstinum á Akureyri. „Hálkan hefur gert póstberum erfitt fyrir, sérstaklega er gamla Brekkan erfið og götur eins og Bjarkarstígur eru skelfilegar. Allir bréfberar nota mannbrodda en það eru samt alltof margir sem ekki nenna að sanda heimreiðar og tröppur.“

throstur@vikudagur.is

 

 

Nýjast