Hopp er komið til Húsavíkur

Michael Given frá Hopp, Hafrún Olgeirsdóttir formaður byggðarráðs, Bergþór Bjarnason starfandi sveit…
Michael Given frá Hopp, Hafrún Olgeirsdóttir formaður byggðarráðs, Bergþór Bjarnason starfandi sveitarstjóri og Birna Íris Barkardóttir tengiliður Hopp Húsavík. Mynd: Norðurþing/Hafþór Hreiðarsson

Í dag undirritaði Norðurþing þriggja ára samning við Hopp ehf. um rafskútuleigu á Húsavík

„Við hjá Norðurþingi erum afar ánægð með að Hopp hafi ákveðið að bjóða upp á sína þjónustu á Húsavík og þar með boðið okkar fólki uppá grænan samgöngukost. Rafskútur eru þægilegur, nútímalegur og umhverfisvænn samgöngukostur sem heimamenn og okkar fjölmörgu gestir geta nú nýtt sér til að komast á milli staða,“ segir Bergþór Bjarnason, starfandi sveitarstjóri Norðurþings.



Hér má lesa samstarfsyfirlýsingu Norðurþings og Hopp

Nýjast