Hopp er komið til Húsavíkur
Michael Given frá Hopp, Hafrún Olgeirsdóttir formaður byggðarráðs, Bergþór Bjarnason starfandi sveitarstjóri og Birna Íris Barkardóttir tengiliður Hopp Húsavík. Mynd: Norðurþing/Hafþór Hreiðarsson
Í dag undirritaði Norðurþing þriggja ára samning við Hopp ehf. um rafskútuleigu á Húsavík
„Við hjá Norðurþingi erum afar ánægð með að Hopp hafi ákveðið að bjóða upp á sína þjónustu á Húsavík og þar með boðið okkar fólki uppá grænan samgöngukost. Rafskútur eru þægilegur, nútímalegur og umhverfisvænn samgöngukostur sem heimamenn og okkar fjölmörgu gestir geta nú nýtt sér til að komast á milli staða,“ segir Bergþór Bjarnason, starfandi sveitarstjóri Norðurþings.