Hönnun á viðbyggingu við flugstöðina komin langt á veg

Hér má sjá hvernig viðbygging við flugstöðina mun koma til með að líta út.
Hér má sjá hvernig viðbygging við flugstöðina mun koma til með að líta út.

Áætlað er að viðbygging við flugstöðina á Akureyri verði tekin í notkun um mitt árið 2023. Enn er unnið að hönnun flugstöðvarinnar en samkvæmt upplýsingum frá Isavia er vonast til að því verki verði lokið í mars. Arkis og Mannvit sjá um hönnun flugstöðvarinnar.

Viðbyggingin verður um 1.000 fermetra stálgrindarhús fyrir millilandaflug og aðlögun núverandi flugstöðvar að breyttri notkun. Einnig er unnið að því að stækka á flughlaðið á Akureyrarflugvelli til að koma á móts við aukin umsvif og öryggi vallarins. Staðan á því verkefni eru sú að neðra burðarlag og efra burðarlag eru í hönnunarfasa og undirbúningi útboðsgagna.

Fyrsti áfanginn gengur vel miðað við veður og aðstæður hér nyðra samkvæmt upplýsingum blaðsins. Færslu á olíutönkunum  er lokið sem og uppsetningu hreinsistöðvar.

Nýjast