Hollvinir SAk halda garðveislu í Lystigarðinum

Frá afhendingu þvagfæraspeglunartækis, sem var gjöf frá Hollvinum SAk. Hermann Haraldsson er lengst …
Frá afhendingu þvagfæraspeglunartækis, sem var gjöf frá Hollvinum SAk. Hermann Haraldsson er lengst til vinstri á myndinni.

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fagna 10 ára afmæli sínu á þessu ári. Af því tilefni blása Hollvinir SAk til garðveislu í Lystigarðinum á Akureyri föstudaginn 23. júní frá kl. 16 til 18.

„Við ætlum að eiga ánægjulega stund með sem flestum Hollvinum SAk og öðrum sem vilja koma og gleðjast með okkur,“ segir Hermann Haraldsson, stjórnarmaður í samtökunum.

Tæplega 2.600 hollvinir

Hollvinir SAk eru nú tæplega 2.600 talsins og Hermann segir að stefnan sé að fjölga þeim verulega. „Það væri frábært að ná því markmiði á afmælisárinu að þeir yrðu 3.000, því árlegt framlag hollvinanna sjálfra, 6.000 krónur, er bakbeinið í starfseminni. „Svo lyfta fyrirtæki, félög og félagasamtök á Eyjafjarðarsvæðinu Grettistaki fyrir okkar hönd á hverju einasta ári og gera Hollvinum SAk kleift að láta gott af sér leiða.“

Hermann segir að boðið verði upp á grillaðar pylsur og hollan drykk með í Lystigarðinum á föstudaginn, létt tónlist verði leikin og svo verði hoppukastali fyrir börnin. „Við erum búin að panta gott veður og fengum góðar undirtektir við þeirri ósk. Svo vonum við bara að við sjáum sem flesta,“ segir hann.

Hermann og

 

Nýjast