Höfum stór eyru og lítinn munn

Þorbjörg Ingvadóttir
Þorbjörg Ingvadóttir

"Við segjum stundum að við höfum stór eyru og lítinn munn,“ segir Þorbjörg Ingvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.  „Það er andlegt áfall að greinast með krabbamein, fólki þykir gott að koma hingað eftir slíka greiningu, fyrst og fremst hlustum við  á hvað fólki liggur á hjarta eftir að það hefur fengið slík tíðindi og reynum að svara spurningum þess eftir bestu getu.“

Um 900 gistinætur vegna meðferðar syðra

Þorbjörg segir að stór liður í starfseminni sé aðstoð til þeirra sem þurfa að sækja geislameðferð á Landspítala í Reykjavík, en Krabbameinsfélagið á 8 íbúðir við Rauðarárstíg sem leigðar eru krabbameinssjúkum í meðferð.  Alls hafa verið skráðar um 900 gistinætur félagsmanna í þessum íbúðum á liðnu ári og það sem af er þessu.

Stuðningur í nærsamfélaginu

 „Félagsmenn eru okkar máttarstólpar og ef þeirra nyti ekki við gætum við ekki boðið upp á þá þjónustu sem hér er veitt.“

Ítarlegt viðtal er við Þorbjörgu í prentútgáfu Vikudags

Nýjast