Hi Fly greiði skaðabætur

Félagið Niceair var úrskurðað gjaldþrota í maí síðastliðinum. Félagið Hi Fly var flugrekandi fyrir h…
Félagið Niceair var úrskurðað gjaldþrota í maí síðastliðinum. Félagið Hi Fly var flugrekandi fyrir hönd Niceair og það félagið sem seldi miðana og ber að greiða skaðabætur vegna flugs sem aflýst var í apríl og farþegar þurftu að kaupa flugmiða hjá öðrum félögum til að komast á leiðarenda. Mynd MÞÞ

Sam­göngu­stofa, SGS, úr­sk­urðaði í tveim­ur mis­mun­andi mál­um á dög­un­um að flugrek­and­inn Hi Fly Ltd skyldi greiða fimm ein­stak­ling­um skaðabæt­ur upp á 400 evr­ur hverj­um, ríf­lega 58.000 krón­ur, vegna af­lýs­ing­ar á flug­ferðum Nicea­ir dag­ana 10.-11. apríl og greiða flug­far­gjald ein­stak­ling­anna sem þurftu að kaupa nýja miða hjá öðrum fé­lög­um. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsis, mbl.is.

Nicea­ir var úr­sk­urðað gjaldþrota þann 23. maí en Hi Fly var flugrek­andi fyr­ir hönd Nicea­ir sem seldi miðana. Úrsk­urðir SGS þýða því að farþeg­arn­ir eigi rétt á skaðabót­um og end­ur­greiðslu á flug­far­gjöld­um frá Hi Fly, ekki Nicea­ir að því er fram kemur.

Fleiri kvart­an­ir til meðferðar

SGS seg­ir í svör­um til Morg­un­blaðsins að þar sem Hi Fly hafi verið fyr­ir­tækið sem var með flugrekstr­ar­leyfið í þeim flug­um sem úr­sk­urðirn­ir fjölluðu um beri Hi Fly ábyrgð á rétt­ind­um farþega sem áttu bókuð flug sam­kvæmt loft­ferðalög­um og reglu­gerðum um rétt­indi farþega.

SGS er með fleiri kvart­an­ir til meðferðar sem snúa að flugrek­and­an­um Hi Fly Ltd og því má vænta þess að fleiri fái skaðabæt­ur og flug­far­gjöld sín greidd. „Úrsk­urðir Sam­göngu­stofu hafa ein­ung­is réttaráhrif gagn­vart aðilum máls­ins þó að úr­sk­urðir hafi vissu­lega for­dæm­is­gef­andi áhrif í mál­um sem varða sama flug eða í sam­bæri­leg­um mál­um,“ seg­ir í svari SGS.

Varðandi það hvort SGS telji að Hi Fly verði við úr­sk­urðunum og greiði skaðabæt­ur og flug­far­gjöld­in telja þeir það lík­legt. Þeim sé ekki kunn­ugt um nein­ar mót­bár­ur í kjöl­far úr­sk­urðanna.

Nýjast