Helgi Kolviðsson aðstoðar Heimi

Helgi Kolviðsson. Mynd: Skysportaustria.at
Helgi Kolviðsson. Mynd: Skysportaustria.at

Helgi Kolviðsson verður aðstoðar­landsliðsþjálf­ari A-landsliðs karla í knatt­spyrnu í Undan­keppni HM sem hefst í næsta mánuði. Frá þessu var greint á blaðamanna­fundi hjá KSÍ fyrir skemmstu. 

Heim­ir Hall­gríms­son hefur nú tekið við A-landsliðinu sem aðalþjálf­ari en hann og Lars Lag­er­bäck stýrðu liðinu í sam­ein­ingu síðustu tvö árin.

Helgi Kolviðsson á að baki 29 leiki fyr­ir ís­lenska landsliðið sem leikmaður á ár­un­um 1996 til 2003. Árið 1995 fór hann út í at­vinnu­mennsku til þýska liðsins Pful­lendorf og lék víðs veg­ar í Aust­ur­ríki og Þýskalandi, hann lék áður með HK. 

-epe.

Nýjast