Helgi Kolviðsson aðstoðar Heimi
Helgi Kolviðsson verður aðstoðarlandsliðsþjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu í Undankeppni HM sem hefst í næsta mánuði. Frá þessu var greint á blaðamannafundi hjá KSÍ fyrir skemmstu.
Heimir Hallgrímsson hefur nú tekið við A-landsliðinu sem aðalþjálfari en hann og Lars Lagerbäck stýrðu liðinu í sameiningu síðustu tvö árin.
Helgi Kolviðsson á að baki 29 leiki fyrir íslenska landsliðið sem leikmaður á árunum 1996 til 2003. Árið 1995 fór hann út í atvinnumennsku til þýska liðsins Pfullendorf og lék víðs vegar í Austurríki og Þýskalandi, hann lék áður með HK.
-epe.