27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Heimamenn hafa gefist upp á að taka flug í land yfir sumarið
mth@vikubladid.is
Grímseyingum þykir áætlunarflug frá Akureyri og til Grímseyjar yfir sumarið vera allt of sjaldan.
Karen Nótt Halldórsdóttir formaður hverfisráðs Grímseyjar segir það skjóta skökku við að þrjár flugferðir séu á áætlun á veturna en aðeins tvær á sumrin þegar ferðamenn séu margfalt fleiri.
„Við teljum að eyjan fari á mis við fjölda ferðamanna vegna þess og höfum orðið vör við að brottfluttir Grímseyingar og fjölskyldur sleppi því að koma því yfir háannatímann er yfirleitt alltaf fullt í þessi tvö flug sem í boði eru á viku og með löngum fyrirvara. Það má segja að langt sé síðan heimamenn gáfust upp á að reyna að taka flug í land að sumri til,“ segir Karen Nótt.