Hámarkshraði í miðbæ Akureyrar lækkaður

Leyfilegur hámakrshraði á Bankastíg  og Geislagötu er nú 30 km.  Mynd Vikublaðið
Leyfilegur hámakrshraði á Bankastíg og Geislagötu er nú 30 km. Mynd Vikublaðið

Skipulagsráð hefur samþykkt að hámarkshraði 6 gatna á miðbæjarsvæðinu verði lækkaður úr 50 kílómetrum niður í 30 kílómetra.

Um er að ræða Hólabraut, Laxagötu, Smáragötu, Geislagötu, Bankastíg og Túngötu á milli Gránufélagsgötu og Bankastígs. Gildandi deiliskipulag fyrir svæðið gerir ráð fyrir 30 kílómetra hraða og hefur skipulagsráð samþykkt að færa umferðarhraða niður til samræmis við gildandi skipulag. Áhersla er lögð á að settar verði upp viðeigandi merkingar.

Nýjast