20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Hafdís keppir í Tímatöku á HM í hjólreiðum
Sterkasta hjólreiðakona landsins Akureyringurinn Hafdís Sigurðardóttir úr HFA keppir í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu í hjólreiðum sem fram fer í Glasgow þessa dagana. Fyrri keppnisdagurinn er fimmtudaginn 10. ágúst og er Hafdís ræst út klukkan 13:49 á íslenskum tíma.
Alls keppa 86 konur um heimsmeistaratitilinn í tímatöku og er þeim raðað á ráslínu eftir getustigi og meta mótshaldarar Hafdísi vera 41. sterkustu af þeim 86 sem taka þátt. Það er sannarlega árangur útaf fyrir sig verandi að keppa við sterkustu hjólakonur heims sem flestar koma úr atvinnumannaliðum og eru margar nýkomnar úr keppni í Tour de France Femme.
Góðri stöðu má Hafdís þakka að hafa verið dugleg að að keppa á erlendri grundu og komist á verðlaunapall erlendis í tímatöku auk þess að vera tvöfaldur Íslandsmeistari annað árið í röð.
Við óskum Hafdísi góðs gengis.