Hæglætisveður þessa viku
Það verður hæglætisveður þessa viku ef marka má spá fyrir okkar landsvæði sem finna má á heimasíðu Veðurstofu Íslands www.vedur.is Hiti verður við frostmark og vindur frekar hægur s.s ljómandi haustveður.
Sjá nánar hér fyrir neðan.
Norðurland eystra
Hæg suðlæg átt og bjart veður, hiti kringum frostmark. Suðvestan 5-13 og léttskýjað á morgun, hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 17.10.2022 09:25. Gildir til: 19.10.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-15 m/s, hvassast norðvestanlands. Léttskýjað á austanverðu landinu, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Snýst í austan og norðaustan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 6 stig, en víða vægt frost á Norðaustur- og Austurlandi.
Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og skýjað, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Suðvestanátt, skýjað og dálítil væta vestanlands. Hiti 1 til 6 stig. Bjartviðri um landið austanvert og hiti um eða undir frostmarki.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og bjart með köflum, en skýjað sunnanlands.