Gunnar Gíslason hættir sem fræðslustjóri

Gunnar Gíslason
Gunnar Gíslason

"Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir niðurstöðuna, þetta er sterkur listi,“ segir Gunnar Gíslason, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann sigraði í prófkjöri flokksins sem haldið var í gær. Gunnar  hlaut 49 % atkvæða í fyrsta sæti, Eva Hrund Einarsdóttir hafnaði í öðru sæti. Kosningin er bindandi í fimm efstu sæti framboðslistans.

„Ég mun væntanlega láta af störfum sem fræðslustjóri. Með hvaða hætti starfslokum mínum verður háttað kemur voandi í ljós fljótelga. Ég ræði stöðuna við bæjarstjóra strax eftir helgi og þá skýrast línur hvað þetta varðar. Ég er að sjálfsögðu tilbúinn til að gegna starfinu eins lengi og minn vinnuveitandi óskar, en það er ekki túverðugt að ég gegni þessi embætti í ljósi niðurstöðunnar í gær.“

Sjálfstæðisflokkurinn er með einn bæjarfulltrúa.

„Mitt markmið er að flokkurinn verði með þrjá eða fjóra bæjarfulltrúa á næsta kjörtímabili,“ segir Gunnar Gíslason.

Úrslitin í prófkjörinu:

1. Gunnar Gíslason, með 580 atkvæði í 1. sæti
2. Eva Hrund Einarsdóttir, með 583 atkvæði í 1. - 2. sæti
3. Njáll Trausti Friðbertsson, með 616 atkvæði í 1. - 3. sæti
4. Bergþóra Þórhallsdóttir, með 736 atkvæði í 1. - 4. sæti
5. Baldvin Valdemarsson, með 767 atkvæði í 1. - 5. sæti
6. Sigurjón Jóhannesson, með 592 atkvæði í 1. - 6 sæti

Nýjast