Gránufélagsgata 22 og 24 á Akureyri - Tveggja hæða einbýli og fjölbýli á lóðunum

Lóðirnar umræddu  Mynd  www.akureyri.is
Lóðirnar umræddu Mynd www.akureyri.is

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögu Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi lóðanna við Gránufélagsgötu 22 og 24.  Tillagan gerir ráð fyrir að tveimur íbúðarhúsum á lóðunum númer 22 og 24 við Gránufélagsgötu. Á þeirri fyrri er gert ráð fyrir tveggja hæða einbýlishúsi með tengingu við smiðju sem fyrir er á lóðinni og ekki er leyfilegt að fjarlægja. Á hinni lóðinni er gert ráð fyrir tveggja hæða fjölbýlishúsi með nýtanlegu risi og tveimur til fjórum íbúðum.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar segir að deiliskipulag fyrir þetta svæði verið klárað og lóðirnar auglýstar í kjölfarið. Lóðirnar hafa áður verið auglýstar en þá sótti enginn um. „Nú munum við ekki auglýsa eftir hugmyndum heldur eingöngu uppbyggingu til samræmis við skipulagið,“ segir Pétur.

Nýjast