Götuhornið - Gatan sem gleymist alltaf aftur og aftur!

,,Það eru ,,þvottabretti“ og fjölmargar djúpar holur, rykið eins og  á vegi í afdölum frekar en í mi…
,,Það eru ,,þvottabretti“ og fjölmargar djúpar holur, rykið eins og á vegi í afdölum frekar en í miðjum 20 þúsund manna bæ“ Mynd Vikublaðið

Á götuhorninu var fólk að ræða um götuna sem gleymist alltaf  eða þann hluta Lækjargils (Búðargils) í Innbænum sem eftir er að malbika.

 ‚,Ástand götunar er ótrúlegt  og ber þess glöggt  merki að alltof mikil umferð er um hana miðað við burðargetu hennar.  Eins er ekið alltof hratt þarna um“ sagði kona sem býr við Aðalstræti en gengur oft um götuna  (þrátt fyrir enga gangstétt) 

Maður einn sem býr í nágrenni  við Brynju sagðist hafa mælt  holurnar í götunni og sú dýpsta hvorki meira né minna en  ,,haldið þið ekki, 23 sentimetrar að dýpt“ sagði hann! 

,,Það eru ,,þvottabretti“ og fjölmargar djúpar holur, rykið eins og  á vegi í afdölum frekar en í miðjum  20 þúsund manna bæ“  sagði annar óðamála.  

Það sem mun tefja frágang á þessu svæði er að það á eftir að skipuleggja það og vildi  fólk á götuhorninu meina að þá væri nú best að drífa í þvi og í samráði við hverfasamtök Innbæjarins.

 ,,Það er vitað  hvar hnífurinn stendur í kúnni, þvi í öllum heiminum er  ekki gengið í þetta,  svæðið skipulagt og lagað?“   Voru lokaorð þessarar umræðu.

Nýjast