Göngugatan lokar fyrir bílaumferð alla daga í júlí

Göngugatan á Akureyri. Mynd: Akureyri.is/ Bjarki Freyr Ingólfsson
Göngugatan á Akureyri. Mynd: Akureyri.is/ Bjarki Freyr Ingólfsson

Nú liggur fyrir ný samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Megintilgangur þess að takmarka umferð slíkra ökutækja er að auka öryggi gangandi vegfarenda ásamt því að efla bæjarbrag og vera hvatning fyrir íbúa og gesti að ganga og njóta útiveru. Greint er frá þessu á heimasíðu Akureyrarbæjar. 

  Göngugata mun því vera lokuð eins og hér segir yfir sumartímann:

  • júní: fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá klukkan 11-19.
  • júlí: alla daga frá klukkan 11-19.
  • ágúst: fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá klukkan 11-19.

Hægt er að sjá samþykkt Akureyrarbæjar vegna tímabundinna lokana gatna hér. Þar má jafnframt sjá aðrar tímabundnar lokanir, meðal annars lokun Listagils vegna listviðburða og lokun gatna í miðbæ Akureyrar yfir 17. júní, Verslunarmannahelgina og á Akureyrarvöku. Hér eru kort sem sýna lokanir fyrir umferð vélknúinna ökutækja yfir þessar helgar.

Nýjast