6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Góður gangur í sameiningarviðræðum Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands
Eins og vefurinn greindi frá í mars sl. ákváðu stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga ses. og Sparisjóðs Austurlands hf. að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.
Jóhann Ingólfsson formaður stjórnar Sparisjóðs Höfðhverfinga segir að viðræðurnar gangi mjög vel ,,Viðræður ganga mjög vel það sem af er og ekkert sem bendir til annars en að dæmið geti gengið upp. Varðandi tímamörk þá reynum við að vinna þetta eins hratt og við getum án þess að það komi niður á gæðum vinnunnar. Því vanda skal til verka.”
Stærstu eigendur Sparisjóðs Höfðhverfinga eru KEA og Sænes ehf. en stærstu eigendur Sparisjóðs Austurlands eru Ríkissjóður og Fjarðabyggð. Gangi sameiningin eftir mun KEA leggja sameinuðum sjóði til umtalsvert nýtt eigið fé á næstu árum til frekari vaxtar.