Glæsilegur árangur hjá Karatefélagi Akureyrar á RIG 2018

Keppendurnir frá Karatefélagi Akureyrar með verðlaunin að móti loknu.
Keppendurnir frá Karatefélagi Akureyrar með verðlaunin að móti loknu.

Karatefélag Akureyrar fór með fimm keppendur á RIG 2018 mótið í karate sem haldið var þann 29. janúar í Laugardalshöllinni. Keppendur á mótinu voru frá alls sex löndum. Þetta er í fyrsta skipti sem Karatefélag Akureyrar tekur þátt í alþjóðlegu móti og gerðu allir keppendurnir sér
lítið fyrir og komust á verðlaunapall.

Daniel Karles Randversson hafnaði í 1. sæti í Kumite +55kg, Björgvin Snær Magnússon varð í 2. sæti Kumite 55kg, Sóley Eva Magnúsdóttir hafnaði í 2. sæti í Kata 13 ára, Amjad Nasar varð í öðru sæti í Kata junior og Rakel Reynisdóttir hafnaði í þriðja sæti í Kata og Kumite Junior.

Nýjast