27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Gildir frasinn góði um einmunatíð núna?
Segja má að veðurspá þessarar viku ættuð frá Veðurstofu Íslands tóni afskaplega vel við langtíma spá sem við gerðum að yrkisefni hér á vefnum s.l. laugardag. Það er mjög nálægt þvi að grípa megi til fransans fræga ,,einmuna tíð“. Þeir svartsýnu hugsa að þetta sé nú eitthvað brogað og ,,hann muni sko heldur betur láta til sín taka þegar hann loksins brestur á“ Þetta þá sagt með miklum þunga sem hæfir þessum orðum.
Hvað um það þá er bara að njóta þessa veðurs meðan það er í boði eins og endurnar á Búðaránni gerðu mjög afslappaðar þegar sérlegur myndasmiður í höfuðstöðvunum á Húsavík átti leið hjá í hádeginu.
Veðurstofan boðar okkur þetta
Textaspá fyrir Norðurland eystra
Norðurland eystra
Suðaustan og austan 5-13 og rigning með köflum, en hægari seint í dag og fram á nótt. Úrkomuminna á morgun. Hiti 3 til 9 stig.
Spá gerð: 14.11.2022 09:43. Gildir til: 16.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austlæg átt 10-18 m/s. Rigning um landið suðaustanvert, talsverð á köflum, en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Austan 8-15 og rigning með köflum, en lengst af úrkomulítið vestanlands. Sums staðar talsverð úrkoma suðaustantil. Hiti 3 til 8 stig.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomuminna. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Ákveðin austlæg átt og vætusamt, einkum suðaustantil, en lengst af úrkomulítið norðan- og vestanlands. Áfram milt í veðri.