Garpar Akureyrarmeistarar

Lið Garpa. T.v. Gunnar H. Jóhannesson, Ólafur Hreinsson, Árni Grétar Árnason og Kristján Bjarnason.
Lið Garpa. T.v. Gunnar H. Jóhannesson, Ólafur Hreinsson, Árni Grétar Árnason og Kristján Bjarnason.

Garpar eru Akureyrarmeistarar í krullu árið 2012 en liðið varð í efsta sæti mótsins, ásamt Team Tårnby, sem lauk í Skautahöllinni á Akureyri sl. mánudag. Bæði liðin unnu fjóra leiki af fimm en Garpar unnu innbyrðis viðureign þessara liða og fögnuðu því sigri. Liðsmenn Garpa eru Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.

Bragðarefir urðu í þriðja sæti með þrjá vinninga, Mammútar komu næstir með tvo vinninga og síðan Urtur og Fífurnar með einn vinning hvort lið. 

Þetta var í níunda sinn sem Krulludeild SA stendur fyrir Akureyrarmóti í krullu. Sex lið tóku þátt.

Nýjast