Fyrstu stig Jötna

SA Jötnar frá Akureyri unnu sinn fyrsta leik á Íslandsmóti karla í íshokkí er þeir lögðu Húna að velli, 6-3, á heimavelli sl. þriðjudagskvöld.  Jóhann Már Leifsson skoraði tvívegis fyrir Jötna og þeir Helgi Gunnlaugsson, Stefán Hrafnsson og Ben DiMarco sitt markið hver. Mörk  Húna skoruðu þeir Brynjar Bergmann, Elvar Snær Ólafsson og Falur Guðnason. Mynd/Ásgrímur Ágústsson.

Nýjast