Fyrsta opinbera myndin hans Þóris Tryggva
Eins og fram kom í gær var Þórir Tryggvason sæmdur gullmerki Íþróttabandalags Akureyrar ,,fyrir hans óeigingjarna og ómetanlega starf í þágu íþrótta og í kringum íþróttaviðburði á svæðinu” eins og sagði í tilkynningu frá IBA. ,,Hann hefur tekið myndir af flestum okkar íþróttaviðburðum síðustu 25 árin.”
Í þessari sömu tilkynningu kom einnig fram að fyrsta íþróttamynd Þóris hafi birtist í Vikudegi, sem var eins og fólki er kunnugt undanfari Vikublaðsins, vorið 1998. Myndin var tekin á Evrópuleik sem KA í handbolta lék og sýnir Alsíringinn Karim Yala smegja sér fram hjá varnarmönnum.
Þórir hefur röð og reglu á hlutunum og hann fann myndina og sendi okkur á Vikublaðinu hana og við að sjálfsögðu endurbirtum hana hér um leið og við þökkum Þóri af heilum hug fyrir hans hlýhug til blaðsins hvort sem það var Vikublaðið eða Vikudagur.
Þær eru svo sannarlega ófáar myndirnar sem hann hefur gaukað að okkur og það er gaman að geta birt góðar myndir.
Þórir Tryggvason ljósmyndari ásamt formanni ÍBA Birnu Baldursdóttur Mynd IBA
Viðtal við Þóri frá 5. april sl.