„Fyrst og fremst mikill heiður“
„Þetta er fyrst og fremst mikill heiður og ákveðinn stökkpallur fyrir mig sem tónlistarmann,“ segir Rúnar Freyr Rúnarsson, betur þekktur sem Rúnar Eff. Hann á eitt af 12 lögum sem taka þátt í Söngvakeppninni 2017 þar sem framlag Íslands til Eurovision verður valið. Lag Rúnars Eff nefnist „Mér við hlið“ og er Rúnar höfundur bæði lags og texta, ásamt því að flytja lagið.
Vikudagur spjallaði við Rúnar um lagið og keppnina en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.
Hér má hlustað á lagið hans Rúnars, Mér við hlið.