Fréttatilkynning

Opinn vinnufundur vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða - Kynningar á tillögum þemahópa

 

Norðurslóðanet Íslands, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, boðar til opins vinnufundar í húsnæði Háskólans á Akureyri og í fjarfundi þann 28. september nk. 8:30-16:00.

Ný stefna Íslands í málefnum norðurslóða var samþykkt með þingsályktun á Alþingi 19. maí 2021. Í stefnunni er kveðið á um að utanríkisráðherra móti áætlun um framkvæmd norðurslóðastefnunnar í samráði við aðra hlutaðeigandi ráðherra.

Í mars sl. var haldinn opinn fundur á Akureyri með hagsmunaaðilum og áhugasömum um málefni norðurslóða. Í framhaldi af honum hafa um 100 einstaklingar unnið í 5 þemahópum að tillögum sem tengjast afmörkuðum liðum stefnunnar. Hóparnir fimm hafa unnið með eftirfarandi málaflokka:

  1. Alþjóðlegt samstarf og skuldbindingar
  2. Loftslagsbreytingar, vistkerfi og mengunarvarnir
  3. Samfélag og innviðir
  4. Uppbygging og framlag til málefna norðurslóða
  5. Leit og björgun, fjarskipti, björgunarklasi

Þann 28. september nk.munu hópstjórar þemahópanna kynna tillögur hópanna  og taka þátt í umræðum. Tilgangur fundarins er að kalla eftir athugasemdum og endurgjöf og er þetta mikilvægur liður í að efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða. Jafnframt er þetta tækifæri fyrir sérfræðinga og hagsmunaaðila til að hafa áhrif á framtíð Íslands á norðurslóðum.

Nálgast má frekari upplýsingar um viðburðinn á Facebook síðu Norðurslóðanets Íslands https://www.facebook.com/nordurslodanetid

Skráning fer fram hér

 

 

Nánari upplýsingar veitir Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands, embla@arcticiceland.is, +354 864 5979.

Nýjast