Franska kvikmyndahátíðin í Borgarbíó á Akureyri
Franska kvikmyndahátíðin hefst um helgina og verður m.a. sýndar myndir í Borgarbíói á Akureyri. Fróðlegt verður að sjá hvort þar leynist gullmolar á borð við Amélie, Intouchables eða Ömurlegt brúðkaup. Í þetta sinn verða sýndar fimm nýjar myndir sem allar hafa vakið athygli.
Helst ber þó að nefna Elle í leikstjórn Pauls Verhoevens með Isabelle Huppert í aðalhlutverkinu, en hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Af öðrum myndum mætti nefna Ni le ciel ni la terre sem fær 95% í einkunn á Rottentomatoes.com.
Það er franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík, í samstarfi við Borgarbíó og KvikYndi, Institut français og kanadíska sendiráðið sem standa fyrir Frönsku kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 28. janúar – 3. febrúar.
Sýningar eru eftifarandi:
28. janúar – laugardagur
kl. 15:40 – Phantom Boy (teiknimynd – íslenskur texti)
kl. 17:40 – Un homme á la hauteaur (Up for Love) (íslenskur texti)
29. janúar – sunnudagur
kl. 15:40 – Phantom Boy (íslenskur texti)
kl. 17:40 – Ni le ciel ni la terre (Neither Heaven Nor Earth) (enskur texti)
30. janúar – mánudagur
kl. 17:40 – La Tete Haute (Standing tall) (enskur texti)
31. janúar – þriðjudagur
kl. 17:30 – Elle (íslenskur texti)
1. febrúar – miðvikudagur
kl. 17:40 – Un homme á la hauteaur (Up for Love) (íslenskur texti)
2. febrúar – fimmtudagur
kl. 17:40 – Ni le ciel ni la terre (Neither Heaven Nor Earth) (enskur texti)
3. febrúar - föstudagur
kl. 17:40 – La Tete Haute (standing tall) (enskur texti)