Fossar, lækir, unnir, ár

Hymnodia heldur afmælisveislu í Listasafninu annað kvöld kl 20 og þér er boðið í veisluna
Hymnodia heldur afmælisveislu í Listasafninu annað kvöld kl 20 og þér er boðið í veisluna

Það er góður siður að fagna tímamótum, kannski sérstaklega afmælum og það er einmitt  kveikjan að tónleikum Hymnodíu sem fram fara í Listasafninu á Akureyri annað kvöld (miðvikudagskvöld) kl 20. 

Tuttugu ár eru nú frá því að Hymnodia tók til starfa. Ferillinn er skreyttur margvíslegum ævintýrum.
Á tíu ára afmæli kórsins var sungið í tíu eyfirskum kirkjum á tíu klukkutímum. Það verkefni var í þeim anda Hymnodiu að takast á við krefjandi en skemmtileg verkefni, gjarnan með svolítilli áhættu og frumleika en inn á milli hefðbundinn ljúfan söng.

Á tvítugsafmælinu varð það síðastnefnda fyrir valinu. Í tilefni tuttugu ára afmælisins ætlar Hymnodia að syngja alþekkt kórlög sem kórfélagar völdu sjálfir, kannski eins konar eftirlætislög, en líka einfaldlega lög sem höfða til margra svo að sem flest fólk geti hugsað sér að fagna tímamótunum með kórnum.

Eins og  í öllum góða afmælisveislum er  ekki rukkað um aðgangseyri í veislu þessa.

Nýjast