Fólk krefst þess að tökum verði náð á efnahagsmálum
Fyrir almennt launafólk er stöðugleiki í efnahagslífinu eitt stærsta hagsmunamálið, segir Björn Snæbjörnsson formaður Einigar-Iðju. Hann situr nú 40. þing Alþýðusambands Íslands, sem haldið er undir yfirskriftinni atvinnu og velferð í öndvegi. Björn Snæbjörnsson minnir að að nú séu liðin fjögur ár frá hruni, launafólk hafi mátt þola mikinn samdrátt, auk þes sem verulega hafi verið skorið niður á ýmsum sviðum, til dæmis í velferðarþjónustunni.
Þegar verðbólgan er svona mikil eins og raun ber vitni, hækka vextirnir sömuleiðis, markmiðið er auðvitað ná stöðugleika í samfélaginu og allir verða að leggjast á eitt í þeim efnum. Mitt fólk krefst þess að böndum verði komið á efnahagsmálin með öllum tiltækum ráðum.
Fastgengisstefna
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í ræðu sinni á þinginu að hann teldi skynsamlegt að taka upp fastgengisstefnu, frysta gengi krónunnar. Björn Snæbjörnsson tekur undir með forsetanum.
Gengi krónunnar var fest í tengslum við þjóðarsáttmálasamnigana árið 1990. Gylfi nefndi að aðstæður í dag væru á margan hátt svipaðar og þá, þannig að ég tel að fastgengisstefna komi fyllilega til greina.
Fulltrúar Einingar-Iðju á þinginu eru um tíu talsins. Björn Snæbjörnsson situr í miðstjórn ASÍ og sækist hann eftir endurkjöri. Kosið verður á morgun, föstudag.
karleskil@vikudagur.is