„Flatbrauð með hangi og kókómjólk“

Göngur eru víða að hefjast. Mynd/ MÞÞ
Göngur eru víða að hefjast. Mynd/ MÞÞ

Það er óhætt að fullyrða að mikil spenna geri nú vart við sig  hjá áhugafólki um sauðfjárrækt því að um komandi helgi eru mjög víða réttir á Norðurlandi.  Gangnafólk hefur lagt í ann og ekki er hægt að segja að veðrið verði til verulegra trafala a.m.k. ekki þegar þoku hefur létt. 

Keflavíkurdalur

Vefurinn náði tali á gangnamanni sem bar sig vel, það væri ekki rigning en sú væri eiginlega hans eina ósk  ár hvert sem hann færi í göngur þ.e.  ,,Gunni, bara að hann hangi þurr“.   Þessum gangnamanni sýndist fé vel haldið og þrátt fyrir fremur kalt sumar væri haginn fallegur og  hann skilaði góðu fé af fjalli.  ,,Þetta eru eins og jólin, eða skemmtilegur leikur með Liverpool, það er svo gaman i göngum“ sagði hann glaðhlakkalega (hafði ekki heyrt af  óförum enska liðsins i gærkvöldi ) 

,,Flatbrauð með hangi og  kókómjólk, ásamt  vænum klár og góðu fólki er á við tveggja vikna ferð til útlanda að gæðum“ bætti hann svo við þessi káti gangnamaður sem baðst undan því að vera nafngreindur.

,,Við réttum í Gljúfurárrétt (skammt frá Grenivik) á sunnudaginn.  Byrjum kl 9 en við komum að seinni partinn á laugardag“ sagði  Þórarinn Ingi Pétursson bóndi  og þingmaður í stuttu rabbi við vefinn þegar hann var staddur á Keflavikurdal við undir öflugri stjórn Heimis Ásgeirssonar sem er gangnaforingi á svæði þvi sem  Þórarinn Ingi er á.  Þórarinn sagði svipaða sögu og sá sem ekki vildi  láta nafns getið, gott veður, góður hagi og fé vænt. Hann sagði að vel gengi að manna störf í göngurnar,  þau væri sex við leitir núna en svo bættist vel í hópinn og liklega væri gangnafólk nálægt fimmtíu undir lokinn.

Hér fyrir neðan fylgir svo listi yfir réttir á Norðurlandi um helgina, þvi miður hefur vefurinn ekki tímasetningu á þvi hvenær réttir hefjast á öllum stöðum en oft  er það fyrir eða um hádegi.

 

Akureyrarrétt við Hrappstaði, Eyjafirði

laugardaginn 10. sept.,

Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyjafirði

sunnudaginn 11. sept.

Dalvíkurrétt, Dalvík

sunnudaginn 11. sept.

Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit

laugardaginn 10. sept. 

Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyjafirði

laugardaginn 10. sept. 

Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyjafirði

laugardaginn 10. sept. 

Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyjafirði

sunnud 11 sept. um kl 10

Þórustaðarétt á Moldhaugnahálsi,

laugardaginn 10. sept. 

Álandstungurétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði

sunnudaginn 11. sept. kl. 08:00

Dalsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði

laugardaginn 10. sept. kl. 08:00

Fjallarétt í Kelduhverfi

laugardaginn 10. sept. kl. 17:00

Geldingárrétt á Svalbarðsströnd

laugardaginn 10. sept. kl. 09:00

Gljúfurárrétt í Grýtubakkahr., S.-Þing.

sunnudaginn 11. sept. kl. 09:00

Gunnarsstaðarétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði

laugardaginn 10. sept. kl. 08:00

Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing.

sunnudaginn 11. sept. kl. 10:00

Húsavíkurrétt

laugardaginn 10. sept. kl. 14:00

Hvammsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði

föstudaginnn 9. sept. kl. 16:00

Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing.

sunnudaginn 11. sept. kl. 09:00

Mánárrétt á Tjörnesi

sunnudaginn 11. sept. kl. 09:00

Skógarrétt í Reykjahverfi, S.-Þing. 

laugardaginn 10. sept. kl. 14:00

Stórsandhólarétt á Sandhólum - Tjörnesi

laugardaginn 10. sept. kl. 13:00

Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, N.-Þing.

sunnudaginn 11. sept. kl. 13:00

Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, N.-Þing.

laugardaginn 10. sept. kl. 17:00

 

 Réttir að hefjast. Mynd/MÞÞ

 

 

Nýjast