Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin um helgina

Frá Sparitónleikum á flötinni neðan Samkomuhúss á hátíðinni sem haldin var árið 2019.
Frá Sparitónleikum á flötinni neðan Samkomuhúss á hátíðinni sem haldin var árið 2019.

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin um Verslunarmannahelgina dagana 29.júlí til 1.ágúst. Bærinn iðar af lífi og fjöri yfir hátíðina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar verða fjölskyldu-, barna-, og kvöldskemmtanir um allan bæ, landsþekktir söngvarar stíga á stokk, tvö tívolí mæta í bæinn og verða staðsett á samkomuhúsflötinni, skógardagur í Kjarnaskógi, Sparitónleikarnir og aðrir viðburðir munu sjá til þess að halda lífi og fjöri í bænum. „Þá hvetjum við einnig bæjarbúa til að skreyta hús og götur bæjarins í rauðu yfir hátíðina,einnig er nýjung í ár þar sem við hvetjum gesti að klæða sig upp í rauðu og smella mynd af sér, en við sláum upp veglegum instagram leik undir myllumerkinu #rauttak,“ segir í tlkynnigu um hátíðina.

 

Tónlist er áberandi í dagskrá helgarinnar, tónleikar á Græna hattinum, óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju og böll í Sjallanum.

Útiæfing verður á samkomuhúsflötinni, Akureyri bike er hjólaáskorun þar sem þátttakendur reynda sig við fimm brekkur í Eyjafirði. Evrópumót í torfæru fer fram á svæði Bílaklúbbsins Hlaupamóti Súlu Vertical verður einnig haldið um helgina sem og hið vinsæla Kirkjutröppuhlaup.

Markaðsstemmning verður á Ráðhústorgi, Mömmur og möffins verða í  Lystigarðinum, tívolí verður í bænum á flötinni við samkomuhúsið. Hæfileikakeppni verður á Glerártorgi. Skógardagurinn verður haldinn á sunnudag í Kjarnaskógi. Föstudag og laugardag verður nýr viðburður “Akureyri er okkar” haldin en þá taka veitingamenn bæjarins sig saman og halda pop up tónleika á hverju veitingahúsi fyrir sig, fólk röltir á milli veitingahúsa og horfir á frábæra listamenn flytja sína tónlist.
Á sunnudagskvöldið verða sparitónleikar á flötinni fyrir neðan samkomuhúsið þar sem samansafn af glæsilegu tónlistarfólki skemmtir bæjarbúum og öðrum gestum. Brekkusöngur er á dagskrá líka sem þau Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason stjórna. Smábátar verða á siglingu á Pollinum og dagskránni lýkur með flugeldasýningu.





Nýjast