Fjölbreytt dagskrá á Sæludegi í Hörgársveit

Sæludagur verður í Hörgársveit á morgun,laugardag. Fjölbreytt dagskrá víða um sveitina en einnig ver…
Sæludagur verður í Hörgársveit á morgun,laugardag. Fjölbreytt dagskrá víða um sveitina en einnig verður eitt og annað um að vera á Hjalteyri. Mynd MÞÞ

Mikið verður um dýrðir í Hörgársveit á laugardag, 30. júlí þegar Sæludagurinn verður haldinn þar með pompi og pragt.

Margt er í boði, fjölbreytt dagskrá frá morguni til kvölds. Bæði er dagskrá hér og hvar um sveitina og eins á Hjalteyri.

Meðal þess sem í boði má nefna göngu upp að Hraunsvatni, sögugöngu um gamla kirkjugarðinn á Möðruvöllum, en á svæðinu við Möðruvelli verður einnig markaður, myndlistarsýning og vöfflukaffi. Gestum gefst kostur á að skoða fjós eða garða í sveitarfélaginu, en nánari upplýsingar má finna á vefsíðu sveitarfélagsins. Dansleikur verður á Melum um kvöldið.

Dagskrá stendur einnig yfir á Hjalteyri á laugardag, þar verður ávaxta- og grænmetismarkaður, sjóferðir í boði, fljúgandi karamellur, matarvagn verður á svæðinu og verbúðarstemmngi. Um kvöldið verður grillveisla, kyndilganga og flugeldasýning kl. 23.

Nýjast