13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Fjölbreytileiki við úthlutun úr menningarsjóði Akureyrarstofu
Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á síðasta fundi sínum að sérstök áhersla verði lögð á fjölbreytileika og hinsegin samfélagið við úthlutun styrkja úr menningarsjóði árið 2021. Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Akureyrarstorfu greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni.
„Segja má að tilefnið sé að á liðnu ári samykkti Akureyrarbær nýja mannréttindastefnu undir heitinu Allskonar Akureyri. Áfram Allskonar Akureyri,“ skrifaði Hilda Jana.
Akureyrarstofa auglýsti nýlega eftir umsóknum í Menningarsjóð Akureyrar fyrir árið 2021 þar sem hægt var að sækja um í fjórum flokkum eftir því sem við á.