Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar

Frá Fiskideginum mikla 2019.  Mynd Fiskidagurinn
Frá Fiskideginum mikla 2019. Mynd Fiskidagurinn

Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar eftir heimsfaraldur og verður boðið til hátíðar  dagana  10-13 ágúst nk. ,, Undirbúningur hefur staðið síðan í haust og gengur vel“ segir Júlíus Júlíusson .

Fiskidagurinn mikli var fyrst hátíðlegur haldinn 2001. Þannig var gert ráð fyrir því að fagna tuttugu ára afmæli samkomunnar í ágúst 2020 en heimsfaraldurinn kom i veg fyrir það eins og fólk veit. 

,,Við skuldum landsmönnum tvítugsafmælisveislu en stefnum nú ótrauð að því að gera upp þá skuld í ágúst 2023. Þá mætum við sterk til leiks sem fyrri daginn.“  Þetta sagði i yfirlýsingu  frá stjórn Fiskidagsins mikla í fyrra þegar ákveðið var að blása daginn af vegna faraldursins sem var þá enn að setja strik i reikninginn hjá fólki.   Það má því án efa búast við að vel verði í lagt i sumar þegar haldinn verður sá tuttugasti.

Einnig vill svo til að í ár eru fjörtíu ár liðin frá stofnun  Samherja  og því viðbúið að stórtónleikar  sem fara fram á laugardagskvöldinu  verði öflugir.

Nýjast