20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Félagið Orkey er til sölu Tekur við steikingarolíu og framleiðir lífdísel
Norðurorka hefur auglýst fyrirtækið Orkey til sölu. Orkey hefur verið starfandi undanfarin ár en félagið tekur á móti notaðristeikingarolíu án nokkurs kostnaðar og framleiðir úr hennilífdísil. Framleiðslan er einstök að því leyti að hún nýtir hreina íslenska orku til að breyta úrgangi í eldsneyti
Félagið var stofnað á Akureyri í ársbyrjun 2007 til að kanna hvort unnt væri að nýta tækjabúnað fiskimjölsverksmiðjunnar í Krossanesi til að framleiða jurtaolíu úr innfluttum Kanóla fræjum. Eftir að niðurstöður hagkvæmnismats lágu fyrir um haustið þótti óvissa of mikil og félagið lá því í dvala þar til nýjar vangaveltur hófust um lífdíselframleiðslu norðan heiða síðari hluta ársins 2008. Hönnun verksmiðjunnar hófst í ársbyrjun 2009 sem og ýmis gagna- og upplýsingaöflun er varðaði nýtingu notaðrar steikingarolíu ásamt dýrafitu til framleiðslunnar.
Lífdísilverksmiðja Orkeyjar var gangsett í nóvember 2010 og getur framleitt um 300 tonn á ári sé hún rekin í 8 klukkustundiralla virka daga vikunnar. Verksmiðjan var að mestu leyti smíðuð á Akureyri. Auka má afköst umtalsvert með endurbótum á framleiðsluferlinu. Veitingahús og mötuneyti geta sparað sér urðunargjald á tugum tonna af úrgangi með því að skila steikingarolíu inn til Orkeyar í stað þess að fara með í förgun.Ávinningur er líka talsverður fyrir samfélagið því búin er til verðmæta vara úr olíunni og sparnaður næstað auki í innflutningi á eldneyti.