Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Eurovision-safn væntanlegt á Húsavík
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings segir að verið sé að leggja drög að einhvers konar Eurovision-safni á Húsavík eftir Eurovision-mynd Will Ferrel, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, sem frumsýnd var á Netflix á föstudag en hann staðfestir að Húsvíkingar muni gera Eurovision mjög hátt undir höfði framvegis í bænum.
Hann greindi frá þessi í Síðdegisþættinum á K100 í vikunni og lýsti gríðarlegri ánægju sinni yfir myndinni sem er meðal annars tekin á Húsavík.