6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Ertu með græna putta?
Margir eru á því að fátt sé meira afslappandi og því heilsubætandi en að yrkja garðinn sinn i notalegu umhverfi. Sumir gera að sögn hlé á garðyrkjustörfum finna sér gott tré og faðma það, uppskeran um haustið er svo aukavinningurinn.
Akureyrarbær hefur um árabil boðið ca 15 fm matjurtargarða til leigu fyrir bæjarbúa og lagt til að auki leiðbeiningar og ráðgjöf fyrir ekki svo háa upphæð er óhætt að segja. Fyrirkomulagið nýtur enda vinsælda og hefur nokkuð reglulega þurft að brjóta um land til að stækka svæðið sem i boði er.
Nú ber svo við að örfáir matjurtargarðar losnuðu og er um að gera fyrir áhugasama ræktendur að bregða við og sækja um skika hjá þjónustugátt bæjarins sem er að finna á www.akureyri.is
Umsóknarfrestur er til 2 maí, eins má senda póst í netfangið gardur@akureyri.is fyrir nánari upplýsingar.