13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
„Er frekar lítið fyrir að slappa af“
Hlaupakonan Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki í Súlur Vertical Ultra fjallahlaupinu sem haldið var á Akureyri á dögunum. Keppt var í 55 km Ultra vegalengd með 3.000 metra hækkun þar sem meðal annars var farið upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall. Rannveig kom fyrst í mark hjá konunum á tímanum 07:19:12 2. Rannveig hefur verið ein fremsta hlaupakona landsins í mörg ár en hún starfar við kennslu hjá Háskólanum á Akureyri. Vikublaðið forvitnaðist um lífið hjá Rannveigu sem er Norðlendingur vikunnar. "Það er ekki pláss fyrir mörg önnur áhugamál með hlaupunum sem stendur. En ég hef gaman af því að prjóna og hanna þá mín eigin mynstur og flíkur. Mér finnst líka gaman að skrifa," segir Rannveig...