Þór semur við átta leikmenn

Þórsarar eru farnir að undirbúa sig fyrir næsta vetur. Mynd/Páll Jóhannesson.
Þórsarar eru farnir að undirbúa sig fyrir næsta vetur. Mynd/Páll Jóhannesson.

Átta leikmenn hafa skrifað undir samning við handknattleikslið Þórs sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni sl. vetur og leikur í Olís-deildinni næsta tímabil. Í þessum hópi eru tveir nýir leikmenn en sex þeirra eru að framlengja við Þór.

Nýju leikmennirnir eru markvörðurinn Jovan Kukobat sem kemur frá KA og Karolis Stropus sem kemur frá Aftureldingu. Báðir léku þeir með Akureyri Handboltafélagi. Aðrir leikmenn sem undirrituðu samning eru Arnar Þór Fylkisson markvörður og hornamennirnir Garðar Már Jónsson, Heimir Pálsson og Ihor Kopyshynskyi, miðjumaðurinn Valþór Atli Guðrúnarson og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson.

Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.

Nýjast