Eining Iðja kannar stöðu á niðurgreiddum gjaldabréfum Niceair
Fjölmargir félagsmenn Einingar-Iðju hafa keypt og notað niðurgreidd gjafabréf frá Niceair á orlofsvef félagsins á undanförnum mánuðum.
„Væntanlega eiga einhverjir félagsmenn slík bréf sem þeir náðu ekki að nota áður en Niceair sendi frá sér tilkynnningu þann 5. apríl sl. um að vegna óviðráðanlegra aðstæðna neyðast þeir til að fella niður öll flug Niceair frá og með 6. Apríl,“ segir á vef félagsins.
Eining-Iðja hefur verið í samskiptum við Niceair til að fá fréttir um stöðu mála og hefur fengið þau svör að vonandi verði hægt að koma með skýrari svör um framhaldið í lok næstu viku.
Í tilkynningunni sem Niceair sendi frá sér segir einnig: „Endurgreiðslur farmiða sem greiddir voru með debet- og kreditkortum munu skila sér á næstu dögum“
Félagsmönnum sem keypt hafa gjafabréf er því bent á að senda upplýsingar þar um til Niceair.